Bik

Mælingar á asfaltefnum: Stungubik, þjálbik, þunnbik, vegolía og bikþeyta.

  • Áhrif hita og andrúmslofts á stungubik. Asfaltþynna er höfð við 163°C í 5 klst. og massatap hennar mælt. 100ml. 36t. ASTM D1754.
  • Blossamark asfalts. Sýnið er hitað og loga beint að því þar til kviknar í gasi sem stígur frá því. 100ml. 36t. ASTM D93.
  • Brotmark (FRAAS). Stálplata með asfaltlagi er sveigð við lækkandi hita þar til asfaltlagið springur. 50ml. 36t. IP 80.
  • Eðlisþyngd, með vökvavog (pycnometer). Massi vökvasýnis sem þarft til að fylla vökvavogina er borinn saman við massa vatns sem þarf til að fylla sömu vog við sama hita. 100 ml. 36t. ASTM D1217.
  • Eiming. Sýni hitað að 360°C og eimað magn við ákveðin hitastig skráð. 200ml. 36t. ASTM D402.
  • Hreyfiseigja asfalts. Ákveðið magn asfalts er látið renna undan þyngdarkrafti um pípu við þekktan hita og tíminn mældur sem það tekur vökvann að renna milli kvarða á pípunni. 50ml. 36t. ASTM D2170.
  • Leysanleiki asfalts í tríklóróetylen. Óleystar leifar í tríklóróetyleni síaðar frá og vegnar sem hlutfall af sýni. 50ml. 36t. ASTM D2042.
  • Mýkingarmark (Kúla-hringur). Asfalt er hitað í diski þar til stálkúla fellur í gegn. 50 ml. 36t. ASTM D36 (1976).
  • Seigja asfalts. Asfalt er látið renna að lofttæmi um pípu við þekktan hita og tími mældur. 50ml. 36t. ASTM D2171.
  • Stungudýpt í asfalti. Nál undir fargi er rekin í asfalt við ákveðinn hita og mælt hversu djúpt hún gengur niður í sýnið. 200ml. 36t. ASTM D5.
  • STV seigja asfalts. Ákveðið magn sýnis rennur úr bolla um staðlað gat við ákveðinn hita. Tími er mældur. 500ml. 36t. DIN 52023.