Smurefni

Prófanir á ástandi og efnainnihaldi smurolía, glussa og spennaolía.

 • Basatala, Total Base Number. Olíur innihalda basísk bætiefni. Ákvarða má magn þessara efna með títrun við sýru. Sýni er leyst í blöndu af klóróbenseni og ísediki og spennutítrað að jafngildispunkti með perklórsýru í ísediki. 10 ml. 36t. IP 276.
 • Bensínleifar í smurolíum. Vatni er blandað við smurolíuna og bensínið er eimað úr henni ásamt vatninu. Bensínið sest ofan á vatnið í safnara með rúmmálskvarða. 200ml. 36t. ASTM D322.
 • Blossamark í opnum bolla, COC. Olíu er komið fyrir í opnum bolla og hituð. Með ákveðnu hitabili er lítill logi færður yfir sýnið eða þar til kviknar í lofttegundunum sem stíga frá því. 100 ml. 36t. ASTM D92.
 • Botnfall í skilvindu. Olíusýni eru þynnt til helminga í tolúen og þeytt í skilvindu svo vatn og föst óhreinindi setjast á botn mæliglassins. 100 ml. ASTM D96.
 • Eðlisþyngd, með rafeindamæli (digital hydrometer). Tiftíðni glerhylkis með vökvasýni er mælt við ákveðið hitastig og eðlisþyngd reiknuð út frá henni. 100ml. 36t. ASTM D4052.
 • Föst efni óleysanleg í heptan. Sýni er leyst upp í n-heptan og metanól lausn og botnfall í skilvindu vegið. 10 ml. 36t. IP 316.
 • Frostlögur, glýkól, í olíum. Ef glýkól er til staðar er það oxað yfir í formaldehýð og það mælt með litamælingu. 50 ml. 36t. K-4815 CHEMets eða NELCO GLY-TEC TEST (Sambærilegt við ASTM D 2982).
 • Klóríðpróf á vatni úr olíu. Vatnssýni, sem hefur verið skilið frá olíu, er títrað með silfurnítrat lausn (AgNO3(sol.)) af þekktum styrk. Í vatnið hefur áður verið bætt kaliumkrómati þannig að rautt silfurkrómat tekur að falla út þegar allar klórið jónir eru fallnar út sem silfurklóríð. Mohr aðferð.
 • Klóríðpróf á vatni úr olíu eftir útdrátt. Sýni er leyst í xylen, alkóhóli og asetoni og hitað undir þéttingu. Vatni er bætt í og vatnsfasinn svo dreginn út og síaður eftir hitun. Allar klóríð jónir eru felldar út sem silfurklóríð með yfirmagni af AgNO3 og yfirmagn silfur jóna svo baktítrað með thíócýaníði, Volhard títrun. 50 ml. 36t. SMS125-5.
 • Litur, Lovibond. Litur ýmissa olíuafurða, svo sem smurolíu, gasolíu og vax, er ákvarðaður með samanburði við staðalliti undir venjulegu ljósi. 100 ml. 36t. ASTM D1500/IP 196.
 • Olía í vatni. Vatnið soðið burt, olían leyst upp í eter og síuð í vigtaða flösku. Eterinn soðinn burt og flaskan vegin á ný. 2000 ml. 36t.
 • PCB próf. Olían er látin hvarfast við natríum málm svo lífrænt bundnir halógenar verði natríum halíð og þannig eru þeir dregnir yfir í vatnsfasa og títraðir með kvikasilfursnítrati með diphenylcarbazone sem litavísi. ASTM D5384.
 • Rennslismark, Pour Point. Eftir hitun er olíusýni kælt með ákveðnum hætti og athugað á 3°C fresti hvort olían rennur. Síðasta skipti sem hún rennur er rennslismark. 100 ml. 36t. ASTM D97.
 • Seigja, kinematísk. Ákveðið magn vökva er látið renna undan þyngdarkrafti um pípu við þekktan hita og tíminn mældur sem það tekur vökvann að renna milli kvarða á pípunni. Umreikna má kinematísku seigjuna yfir í dynamíska. 100 ml. 36t. ASTM D445 og D446.
 • Stigeiming. 100 ml sýni er eimað við ákveðin skilyrði sem hæfa eðliseiginleikum. Kerfisbundin skráning á hita og rúmmáli á þéttum vökva fer fram. 100 ml. 36t. ASTM D86.
 • Sýrustig, pH, olía. Um 2 g af olíunni eru leyst upp í lausn sem er 50,0% tolúen, 49,5% iso-própanól og 0,5% vatn og sýrustig mælt með rafspennumælingu. 10 ml. 36t.
 • Sýrutala, Total acid number. Olíusýni er leyst upp í 50% tólúen, 49,5% isoprópanól og 0,5% vatnslausn og títrað í með staðlaðri KOH lausn með p-naftolbensen sem litavísi. 50ml. 36t. ASTM D974.
 • Vatnsinnihald, Dean-Stark eiming. Á bilinu 0,01-100% rúmmálshlutfall. Vatn er eimað úr þekktu magni af sýni í leysi sem blandast ekki vatni. Vatnið þéttist í mæliglas. 100 ml. 36t. ASTM D95.