Lífeldsneyti

Prófanir á lífeldsneyti af ýmsum stofni.

 • Aska. Olíu er brennt og leyfar hennar hitaðar við 775°C þar til einungis askan er eftir. Askan er vegin og gefin sem massahlutfall af olíunni sem var brennt. 100 ml. 36t. ASTM D482.
 • Blossamark í lokuðum bolla, PM. Eldsneyti er komið fyrir í lokuðum bolla, hitað og hrært. Með ákveðnu hitabili er hræring stöðvuð og loga beint í bollann eða þar til kviknar í lofttegundum sem stíga frá sýninu. 100 ml. 36t. ASTM D93.
 • Botnfall í skilvindu. Olíusýni eru þynnt til helminga í tolúen og þeytt í skilvindu svo vatn og föst óhreinindi setjast á botn mæliglassins. 100 ml. ASTM D96.
 • Doctors próf fyrir brennisteinsvetnissamböndum. Eldsneyti er hrist saman við natríumplumbite lausn ásamt brennisteinsdufti. Sé brennsteinsvetni til staðar aflitast fasarnir og brennisteinninn. 50 ml. 36t. ASTM D4952.
 • Eðlisþyngd, með flotvog (hydrometer). Þyngd vökvasýnis er ákvörðuð með flotvog við mældan hita. 250 ml. 36t. ASTM D1298.
 • Eðlilsþyngd með rafeindamæli. Tiftíðni glerhylkis með vökvasýni er mæld við ákveðið hitastig og eðlisþyngd reiknuð út frá henni. 100ml. 36t. ASTM D4052.
 • Föst efni óleysanleg í heptan. Sýni er leyst upp í n-heptan og metanól lausn og botnfall í skilvindu vegið. 10 ml. 36t. IP 316.
 • Frostlögur, glýkól, í olíum. Ef glýkól er til staðar er það oxað yfir í formaldehýð og það mælt með litamælingu. 50 ml. 36t. K-4815 CHEMets eða NELCO GLY-TEC TEST (Sambærilegt við ASTM D 2982).
 • Klóríðpróf á olíu. Vatnssýni, sem hefur verið skilið frá olíu, er títrað með silfurnítrat lausn (AgNO3(sol.)) af þekktum styrk. Í vatnið hefur áður verið bætt kaliumkrómati þannig að rautt silfurkrómat tekur að falla út þegar allar klórið jónir eru fallnar út sem silfurklóríð. Mohr aðferð.
 • Kolefnisleyfar Conradsons. Olíusýni er hitað í ofni í ákveðinn tíma. Það brotnar niður og rýkur burt en það sem eftir verður er vegið og gefið upp sem hundraðshlutar af upphaflegum massa sýnis. 50 ml. 36t. ASTM D189.
 • Litur, Lovibond. Litur ýmissa olíuafurða, svo sem smurolíu, gasolíu og vax, er ákvarðaður með samanburði við staðalliti undir venjulegu ljósi. 100 ml. 36t. ASTM D1500/IP 196.
 • Rennslismark, Pour Point. Eftir hitun er olíusýni kælt með ákveðnum hætti og athugað á 3°C fresti hvort olían rennur. Síðasta skipti sem hún rennur er rennslismark. 100 ml. 36t. ASTM D97.
 • Seigja, kinematísk. Ákveðið magn vökva er látið renna undan þyngarkrafti um pípu við þekktan hita og tíminn mældur sem það tekur vökvann að renna milli kvarða á pípunni. Umreikna má kinematísku seigjuna yfir í dynamíska. 100 ml. 36t. ASTM D445 og D446.
 • Set úr eldsneytisolíum með útdrætti. 50 ml. 36t. ASTM D473.
 • Skýmark, Cloud PointOlíusýni er kælt með ákveðnum hætti þar til vaxkristallar taka að falla út og mynda ský í olíunni. Skýmarkið er hitastigið við fyrstu útfellingu. 100 ml. 36t. ASTM D2500.
 • Stíflumark, Cold Filter Plugging Point. Olía er kæld með ákveðnum hætti og athugað á 1°C fresti hvort hægt er að draga hana innan ákveðins tíma um síu með ákveðnum þrýstingsmun. 100 ml. 36t. IP 309.
 • Stigeiming. 100 ml sýni er eimað við ákveðin skilyrði sem hæfa eðliseiginleikum. Kerfisbundin skráning á hita og rúmmáli á þéttum vökva fer fram. 100 ml. 36t. ASTM D86.