Um okkur

Rannsóknastofan Fjölver framkvæmir að staðaldri um 50 staðlaðar mælingar samkvæmt alþjóðlegum stöðlum á borð við staðla ASTM International. Flestar mælingarnar eru á eðlisefnafræðilegum eiginleikum eldsneytis, smurolíu og biks.

Stofan sinnir jafnframt sýnatöku og magneftirliti í birgðaskipum og landgeymum vítt og breitt um landið.

Til að auka áreiðanleika mælinga tekur Fjölver þátt í samanburðarkerfinu ASTM Proficiency Testing Programs þar sem á annað hundrað rannsóknastofur bera saman niðurstöður mælinga á sömu sýnum.

Stofan tekur einnig að sér önnur tilfallandi verkefni á sviði efnafræði, sýnatöku, magnmælinga og gæðaeftirlits.

Fyrirtækið hefur mælingamenn í öllum landshlutum í tímabundnum verkefnum.

Framkvæmdastjóri félagsins er Glúmur Björnsson efnafræðingur glumur@fjolver.is.

Sagan

Efnarannsóknarstofan Fjölver ehf. var stofnuð árið 1962 af Jóhanni Jakobssyni efnaverkfræðingi og hefur frá upphafi sérhæft sig í sýnatöku, magnmælingum, rannsóknum og gæðaeftirliti á olíuvörum; eldsneyti, smurefnum, leysiefnum og asfalti.

Stofan tók til starfa að Garðastræti 45 þann 1. febrúar 1962 en flutti árið 1979 í rúmgóða rannsóknaaðstöðu að Hólmaslóð 8 í Örfirisey þar sem hún er enn til húsa.

Ljósmynd: Á 25. starfsári rannsóknastofunnar árið 1987. Jóhann Jakobsson efnaverkfræðingur og stofnandi Fjölvers fyrir miðju ásamt samstarfsmönnum sínum. Ragnar Jóhannesson efnaverkfræðingur er til vinstri og Guðjón Már Gíslason vélfræðingur til hægri.