Sýnataka og magnmælingar

Fjölver hefur um áratuga skeið sinnt magneftirliti og sýnatöku í birgðaskipum og birgðageymum um land allt fyrir íslensk sem erlend olíufélög.
Unnið er eftir alþjóðlegum stöðlum olíuiðnaðarins.

Sýnaflöskur og flutningsumbúðir

Fjölver býður jafnan nokkrar tegundir umbúða undir eldsneyti og aðra vökva sem flokkast sem hættuleg efni í flutningum.

Um er að ræða 1 og 5L epoxyhúðaða stálbrúsa og kassa með viðeigandi merkingum sem geta borið vökva með háan gufuþrýsting á borð við bensín.
Einnig 1L blikkbrúsa og glerflöskur í viðeigandi kassa fyrir vökva með lægri gufuþrýsting.

Fjölver hefur um árabil átt í nánu samstarfi við alþjóðlegt hraðsendingafyrirtæki um réttan frágang sendinga á hættulegum efnum með flugi.

Vinsamlega hafið samband í síma 552 2848 eða í fjolver@fjolver.is ef nánari upplýsinga er óskað.