Mæling á eðliseiginleikum og efnainnihaldi jarðefnaeldsneytis er meginverkefni rannsóknastofu Fjölvers.
Bensín
- Blýinnihald í blýbættu bensíni. Tetraalkýlblýsambönd eru dregin yfir í vatnsfasa sem dialkýlblýsambönd. Oxun með salpéturssýru fjarlægir lífræn sambönd og kemur dialkýlblýsamböndum yfir á ólífrænt form. Þau eru leyst upp í vatni og lausnin sett á pH 5 með sodium acetate-ediksýru stuðpúða. Blýmagn lausnarinnar er ákvarðað með titrun við EDTA þar sem xylenól orange er notaður sem litavísir. 50 ml. 36t. ASTM D3341.
- Eðlisþyngd, með flotvog (hydrometer). Þyngd vökvasýnis er ákvörðuð með flotvog við mældan hita. 250 ml. 36t. ASTM D1298.
- Eðlilsþyngd með rafeindamæli. Tiftíðni glerhylkis með vökvasýni er mæld við ákveðið hitastig og eðlisþyngd reiknuð út frá henni. 20ml. 36t. ASTM D4052.
- Frostþol (Freezing Point). ASTM D 2386.
- Gufuþrýstingur, Reid vapor pressure. Ákveðnu magni sýnis er komið fyrir í hólfi tengdu þrýstingsmæli og hitað í 100°F. 1000 ml. 36t. ASTM D323.
- Litur, Saybolt. Litur flugvéla- og bílabensíns, þotueldsneytis, steinolíu o. fl. er ákvarðaður með Saybolt litamæli. Sýni er sett í súlu með kvarða og ljósi beint upp eftir henni. Lækkað er í súlunni þar til litur hennar er orðinn sá sami og staðals. 200 ml. 36t. ASTM D152.
- Stigeiming. 100 ml sýni er eimað við ákveðin skilyrði sem hæfa eðliseiginleikum. Kerfisbundin skráning á hita og rúmmáli á þéttum vökva fer fram. 100 ml. 36t. ASTM D86.
- Tæring kopars. Brennisteinssambönd í olíum valda tæringu á ýmsum málmum. Tæringin er þó ekki endilega háð heildarmagni brennisteins í olíunni. Þess vegna er fægðri koparplötu komið fyrir í olíusýni við ákveðinn hita og að vissum tíma liðnum er platan borin saman við ASTM staðal yfir tæringu. 50 m. 36t. ASTM D130.
- Tæring silfurs. Fægð silfurplata er höfð í eldsneytissýni við 50°C í ákveðinn tíma og tæring metin af útliti plötunnar. 300 ml. 36t. IP 227.
- Uppgufunarleifar (Existent gum) í eldsneyti. Mælt magn eldsneytis er soðið við ákveðinn hita og loftstreymi. Þær leifar sem eftir verða eru vegnar og niðurstöðum skilað sem mg/100ml. 100ml. 36t. IP540.
Þotueldsneyti
- Blossamark í lokuðum bolla, PM. Eldsneyti er komið fyrir í lokuðum bolla, hitað og hrært. Með ákveðnu hitabili er hræring stöðvuð og loga beint í bollann eða þar til kviknar í lofttegundum sem stíga frá sýninu. 100 ml. 36t. ASTM D93.
- Blossamark í lokuðum bolla, Abel. Eldsneyti er komið fyrir í lokuðum bolla, hitað og hrært. Með ákveðnu hitabili er hræring stöðvuð og loga beint í bollann eða þar til kviknar í lofttegundum sem stíga frá sýninu. 100 ml. 36t. IP170.
- Doctors próf fyrir brennisteinsvetnissamböndum. Eldsneyti er hrist saman við natríumplumbite lausn ásamt brennisteinsdufti. Sé brennsteinsvetni til staðar aflitast fasarnir og brennisteinninn. 50 ml. 36t. ASTM D4952.
- Eðlisþyngd, með flotvog (hydrometer). Þyngd vökvasýnis er ákvörðuð með flotvog við mældan hita. 250 ml. 36t. ASTM D1298.
- Eðlilsþyngd með rafeindamæli. Tiftíðni glerhylkis með vökvasýni er mæld við ákveðið hitastig og eðlisþyngd reiknuð út frá henni. 100ml. 36t. ASTM D4052.
- Frostþol (Freezing Point). ASTM D7153
- Leiðni í flugeldsneyti. Spenna milli tveggja raftroða gefur straum sem umreiknaður er yfir í leiðni. 200 ml. 36t. ASTM D2624.
- Litur, Saybolt. Litur flugvéla- og bílabensíns, þotueldsneytis, steinolíu o. fl. er ákvarðaður með Saybolt litamæli. Sýni er sett í súlu með kvarða og ljósi beint upp eftir henni. Lækkað er í súlunni þar til litur hennar er orðinn sá sami og staðals. 200 ml. 36t. ASTM D152.
- Reykmark, Smoke Point, flugeldsneytis. Sýni er brennt í kveikjuþráðarlampa og hæð loga er mæld eftir að hann hefur gefið frá sér reyk. Reykmarkið segir til um hlutfall kolvetnasamsetningu eldsneytisins. Venjulega gefur eldsneyti með hátt hlutfall arómata frá sér mikinn reyk. 50 ml. 36t. ASTM D1322.
- Stigeiming. 100 ml sýni er eimað við ákveðin skilyrði sem hæfa eðliseiginleikum. Kerfisbundin skráning á hita og rúmmáli á þéttum vökva fer fram. 100 ml. 36t. ASTM D86.
- Tæring kopars. Brennisteinssambönd í olíum valda tæringu á ýmsum málmum. Tæringin er þó ekki endilega háð heildarmagni brennisteins í olíunni. Þess vegna er fægðri koparplötu komið fyrir í olíusýni við ákveðinn hita og að vissum tíma liðnum er platan borin saman við ASTM staðal yfir tæringu. 50 m. 36t. ASTM D130.
- Tæring silfurs. Fægð silfurplata er höfð í eldsneytissýni við 50°C í ákveðinn tíma og tæring metin af útliti plötunnar. 300 ml. 36t. IP 227.
- Uppgufunarleifar (Existent gum) í eldsneyti. Mælt magn eldsneytis er soðið við ákveðinn hita og loftstreymi. Þær leifar sem eftir verða eru vegnar og niðurstöðum skilað sem mg/100ml. 100ml. 36t. IP540.
- Vatnsblöndun (Water reaction) flugeldsneytis. Olíusýni er hrist saman við fosfat buffer lausn og rúmmálsbreyting vatnsfasa mæld ásamt athugun á aðskilnaði fasa (separation rating) og ástandi fasamarka (interferance rating). 50 ml. 36t. IP 289.
- Vatnsskiljun (Water Separation). Gefur til kynna hversu flugeldsneyti skilst frá vatni sem blandast hefur því. 50 ml. 36t. ASTM D7224.
- Örveruræktun (Microbial Contamination) MM2. ASTM D7978.
- Particulate Contamination. ASTM D5452.
- Particulate Contamination. ASTM D2276
Gasolía
- Aska. Olíu er brennt og leyfar hennar hitaðar við 775°C þar til einungis askan er eftir. Askan er vegin og gefin sem massahlutfall af olíunni sem var brennt. 100 ml. 36t. ASTM D482.
- Blossamark í lokuðum bolla, PM. Eldsneyti er komið fyrir í lokuðum bolla, hitað og hrært. Með ákveðnu hitabili er hræring stöðvuð og loga beint í bollann eða þar til kviknar í lofttegundum sem stíga frá sýninu. 100 ml. 36t. ASTM D93.
- Botnfall í skilvindu. Olíusýni eru þynnt til helminga í tolúen og þeytt í skilvindu svo vatn og föst óhreinindi setjast á botn mæliglassins. 100 ml. ASTM D96.
- Doctors próf fyrir brennisteinsvetnissamböndum. Eldsneyti er hrist saman við natríumplumbite lausn ásamt brennisteinsdufti. Sé brennsteinsvetni til staðar aflitast fasarnir og brennisteinninn. 50 ml. 36t. ASTM D4952.
- Eðlisþyngd, með flotvog (hydrometer). Þyngd vökvasýnis er ákvörðuð með flotvog við mældan hita. 250 ml. 36t. ASTM D1298.
- Eðlilsþyngd með rafeindamæli. Tiftíðni glerhylkis með vökvasýni er mæld við ákveðið hitastig og eðlisþyngd reiknuð út frá henni. 100ml. 36t. ASTM D4052.
- Föst efni óleysanleg í heptan. Sýni er leyst upp í n-heptan og metanól lausn og botnfall í skilvindu vegið. 10 ml. 36t. IP 316.
- Frostlögur, glýkól, í olíum. Ef glýkól er til staðar er það oxað yfir í formaldehýð og það mælt með litamælingu. 50 ml. 36t. K-4815 CHEMets eða NELCO GLY-TEC TEST (Sambærilegt við ASTM D 2982).
- Klóríðpróf á olíu. Vatnssýni, sem hefur verið skilið frá olíu, er títrað með silfurnítrat lausn (AgNO3(sol.)) af þekktum styrk. Í vatnið hefur áður verið bætt kaliumkrómati þannig að rautt silfurkrómat tekur að falla út þegar allar klórið jónir eru fallnar út sem silfurklóríð. Mohr aðferð.
- Litur, Lovibond. Litur ýmissa olíuafurða, svo sem smurolíu, gasolíu og vax, er ákvarðaður með samanburði við staðalliti undir venjulegu ljósi. 100 ml. 36t. ASTM D1500/IP 196.
- Rennslismark, Pour Point. Eftir hitun er olíusýni kælt með ákveðnum hætti og athugað á 3°C fresti hvort olían rennur. Síðasta skipti sem hún rennur er rennslismark. 100 ml. 36t. ASTM D97.
- Seigja, kinematísk. Ákveðið magn vökva er látið renna undan þyngarkrafti um pípu við þekktan hita og tíminn mældur sem það tekur vökvann að renna milli kvarða á pípunni. Umreikna má kinematísku seigjuna yfir í dynamíska. 100 ml. 36t. ASTM D445 og D446.
- Set úr eldsneytisolíum með útdrætti. 50 ml. 36t. ASTM D473.
- Skýmark, Cloud Point. Olíusýni er kælt með ákveðnum hætti þar til vaxkristallar taka að falla út og mynda ský í olíunni. Skýmarkið er hitastigið við fyrstu útfellingu. 100 ml. 36t. ASTM D2500.
- Stíflumark, Cold Filter Plugging Point. Olía er kæld með ákveðnum hætti og athugað á 1°C fresti hvort hægt er að draga hana innan ákveðins tíma um síu með ákveðnum þrýstingsmun. 100 ml. 36t. IP 309.
- Stigeiming. 100 ml sýni er eimað við ákveðin skilyrði sem hæfa eðliseiginleikum. Kerfisbundin skráning á hita og rúmmáli á þéttum vökva fer fram. 100 ml. 36t. ASTM D86.
Svartolía
- Aska. Olíu er brennt og leyfar hennar hitaðar við 775°C þar til einungis askan er eftir. Askan er vegin og gefin sem massahlutfall af olíunni sem var brennt. 100 ml. 36t. ASTM D482.
- Blossamark í lokuðum bolla, PM. Eldsneyti er komið fyrir í lokuðum bolla, hitað og hrært. Með ákveðnu hitabili er hræring stöðvuð og loga beint í bollann eða þar til kviknar í lofttegundum sem stíga frá sýninu. 100 ml. 36t. ASTM D93.
- Eðlisþyngd, með flotvog (hydrometer). Þyngd vökvasýnis er ákvörðuð með flotvog við mældan hita. 250 ml. 36t. ASTM D1298.
- Eðlilsþyngd með rafeindamæli. Tiftíðni glerhylkis með vökvasýni er mæld við ákveðið hitastig og eðlisþyngd reiknuð út frá henni. 100ml. 36t. ASTM D4052.
- Föst efni óleysanleg í heptan. Sýni er leyst upp í n-heptan og metanól lausn og botnfall í skilvindu vegið. 10 ml. 36t. IP 316.
- Rennslismark, Pour Point. Eftir hitun er olíusýni kælt með ákveðnum hætti og athugað á 3°C fresti hvort olían rennur. Síðasta skipti sem hún rennur er rennslismark. 100 ml. 36t. ASTM D97.
- Seigja, kinematísk. Ákveðið magn vökva er látið renna undan þyngarkrafti um pípu við þekktan hita og tíminn mældur sem það tekur vökvann að renna milli kvarða á pípunni. Umreikna má kinematísku seigjuna yfir í dynamíska. 100 ml. 36t. ASTM D445 og D446.
- Set úr eldsneytisolíum með útdrætti. 50 ml. 36t. ASTM D473.
- Set úr eldsneytisolíum með heitsíun (Hot filtration). Ákveðið magn 100°C heitrar olíu síað undir lofttæmi. 100ml. 36t. ASTM D4870.
- Stöðugleiki með blettaprófi. Dreifing olíu á síupappa skoðuð eftir hitun. 50ml. 36t. ASTM D4740
- Vatnsinnihald, Dean-Stark eiming. Á bilinu 0,01-100% rúmmálshlutfall. Vatn er eimað úr þekktu magni af sýni í leysi sem blandast ekki vatni. Vatnið þéttist í mæliglas. 100 ml. 36t. ASTM D95.
Til viðbótar við ofangreindar mælingar hefur Fjölver samstarf við erlendar rannsóknastofur um aðrar mælingar sem viðskiptavinir þarfnast.